Innlent

Deilt um form aðgangs að íslenskum vinnumarkaði

MYND/Kristín Bogadóttir

Ágreiningur er uppi um hvort veita eigi launafólki frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins aðgang að íslenskum vinnumarkaði. Íslensk yfirvöld þurfa að taka ákvörðun í málinu innan fimm vikna.

Þegar tíu ný ríki gengu í Evrópusambandið og urðu hluti af EES árið 2004 ákváðu íslensk stjórnvöld að nýta ákvæði EES-samningsins og fresta því í tvö ár að heimila íbúum átta þessara ríkja til að starfa hér án atvinnuleyfa. Öll þau ríki tilheyra gömlu Austur-Evrópu. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 1. maí næstkomandi, en heimilt er að framlengja frestinn frekar.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, vill að farin verði svokölluð dönsk leið í þessum efnum sem felst í því að fólk má koma hingað til lands í leit að starfi, og ef það fær starf þarf það einfaldlega að sýna fram á fullgildan ráðningarsamning. Hann vill fara þessa leið til að tryggja að menn njóti þeirra réttinda sem hér eru í gildi. Hann segir aðalvandann í þessum málum liggja í því þegar fólk komi hingað til lands á grundvelli þjónustuviðskipta því þá vanti allt yfirlit yfir þau kjör og réttind sem fólkið nýtur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×