Innlent

Sögðu upp skuldabréfum íslensku bankanna

MYND/E.Ól.
Peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa sagt upp fimm ára skuldabréfum sem þeir hafa keypt af íslenskum viðskiptabönkum fyrir hátt í hundrað milljarða króna. Að sögn Morgunblaðsins er ástæða uppsagnanna hækkandi ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði, sem rýrir verðgildi skuldabréfanna, að viðbættu flökti á markaðnum. Vegna þessa hækkar endurfjármögnunarþörf íslensku bankanna verulega á næsta ári þegar þeir þurfa að gera bréfin upp, eða um allt að fjórðung hjá KB banka, svo dæmi sé tekið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×