Innlent

Varnarsamstarfið rætt hér á landi eftir viku

Við aðalhlið varnarsvæðisins á Miðnesheiði.
Við aðalhlið varnarsvæðisins á Miðnesheiði. MYND/Pjetur
Ákveðið hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið fari fram í Reykjavík næstkomandi föstudag, 31. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. Eins og kunnugt er komst varnarsamningur landanna í uppnám á dögunum þegar yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu að stórlega verði dregið úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í því felst m.a. að þyrlur og þotur varnarliðsins verða á bak og burt í síðasta lagi í septemberlok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×