Innlent

7 mánuðir fyrir að bíta lögreglumann

MYND/Haraldur Jónasson

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann til blóðs í höndina og hótað honum smiti af lifrarbólgu C, sem ákærði er smitaður af. Einnig var stefndi dæmdur til að greiða lögreglumanninum 200 þúsund krónur í skaðabætur vegna ótta síðarnefnda um að hann hefði smitast af sjúkdómnum.

Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Sauðárkróki fyrir rúmu ári síðan en málsmeðferð hefur tafist, m.a. vegna anna dómara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×