Innlent

Búast við verðbólgubombu

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir verulegri aukningu á verðbólgu bráðlega. Í Vegvísi Landsbankans er gert ráð fyrir að verðbólga á seinnihluta ársins geti orðið 7-8% ef gengisvísitalan helst á svipuðu róli.

Það sem helst veldur hækkandi verðbólgu er að verð á innfluttri vöru er dýrara til neytenda þegar krónan er veik. Hátt gengi krónunnar hefur haldið aftur af þessari hækkun undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×