Innlent

Leysa skuldabréf sín út

MYND/Vísir

Talsmenn stóru bankanna segjast alltaf hafa gert sér grein fyrir því að peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum kynnu að vilja innleysa skuldabréf sín í íslenskum bönkum fyrr en bankarnir hefðu vænst, eins og nú er að gerast.

Bandarísku peningamarkaðssjóðirnir hafa sagt upp fimm ára skuldabréfum , sem þeir hafa keypt af íslenskum viðskiptabönkum fyrir hátt í hundrað milljarða króna. Bréfin koma til innlausnar á næsta ári. Talsmenn bankanna segja að ástæða uppsagnanna sé hækkandi ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði, sem rýrir verðgildi skuldabréfanna, að viðbættu flökti á markaðnum. Vegna þessa hækkar endurfjármögnunarþörf íslensku baknanna verulega á næsta ári, þegar þeir þurfa að gera bréfin upp, eða um allt að fjórðung hjá KB banka, svo dæmi sé tekið. Þetta eru þó hvergi nær öll bréf sem Bandaríkjamenn hafa keypt í íslensku bönkunum og segja bankamenn að þatta sé ekki áfall, þótt ákvörðun þeirra verði eitthvað íþyngjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×