Innlent

Frambjóðendur fyrir svörum

Borgarstjórnarframbjóðendur sitja fyrir svörum á þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur í fyrramálið. Meðal umræðuefna verða uppbygging íþróttamannvirkja og skólalóða, hlutverk íþrótta sem forvarnarstarfs og rekstrarstyrkir vegna barna og unglingastarfs.

Fundurinn byrjar klukkan níu í fundarsalnum í Laugardalshöll og er vænst góðrar þátttöku enda um 30.000 félagsmenn í ÍBR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×