Innlent

Keppni í kynþokka á Vestfjörðum

Leitin af kynþokkafyllasta Vestfirðingnum stendur nú yfir en 60 einstaklingar hafa fengið tilnefningu. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að eftir helgi verði tilkynnt hvaða fimm karlar og fimm konur hafa hlotið flestar tilnefningar og verður kosið á milli þeirra. Úrslitin verða svo kynnt um páskana og munu kynþokkafyllstu einstaklingarnir hljóta vegleg verðlaun. Þá segir í fréttinni að hafa beri í huga við kosninguna að kynþokki sé afstæður og snúist ekki eingöngu um útlit heldur útgeislun og persónutöfra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×