Innlent

Silvía lak

Frá upptökum myndbandsins.
Frá upptökum myndbandsins. MYND/Heiða Helgadóttir
Myndband við evróvisjónlag Silvíu Nætur er komið út, - óformlega. Til stóð að frumsýna myndbandið í kvöld en, líkt og með lag Silvíu, lak myndbandið á netið fyrr en til stóð og gengur nú manna á millum.

Textanum hefur verið snúið á ensku til að ganga betur í meginlandshlustendur. Til hamingju Ísland er orðið að congratulations og Silvía segist komin til bjargar Evrópu sem hafi beðið komu hennar í ofvæni.

Myndir sem birst hafa frá tökum myndbandsins gefa góða mynd af glysgirninni og litadýrðinni sem ráða heildarmyndinni, sem er samkvæm þeirri ímynd sem Silvía hefur skapað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×