Innlent

Burðarþolið kannað

Hún var ekki stór í sniðum brúin sem mældist með mesta burðarþolið í brúarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem haldin var í dag. Fjöldi nema tók þátt í keppninni sem er hluti af námi þeirra.

Brúarkeppnin er hluti af verkefni í burðarþolsfræði sem kennd er á fyrsta ári í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Brýrnar eru gerðar úr balsavið sem er léttur og sterkur viður. Þær máttu ekki vega meira en 70 grömm og stærð þeirra átti einnig að vera innan ákveðinna marka. Brýrnar er jafn misjafnar og þær eru margar en það kom eflaust mörgum á óvart að þessi litla brú sem vegur aðeins 30,9 grömm mældist með mesta burðarþolið eða um 50 kíló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×