Innlent

Rúmbotnar afturkallaðir

MYND/Stefán Karlsson

IKEA á Íslandi hefur afturkallað botna á barnarúmum af gerðinni Tassa eða Sniglar sem eru af stærðinni 55cm x 112cm, hafa verið seld frá því í ágúst 2005 og bera merkinguna "ID NO 15333" og "Made in Poland" á rúmbotninum.

Viðskiptavinir eru beðnir um að skila rúmbotnunum til verslunarinnar en þar muni þeir fá nýjan botn afhentan. Í tilkynningu frá versluninni segir að þetta taki ekki til annarra barnarúma.

Samskonar tilkynning hefur verið send út í þrettán öðrum löndum. Á Íslandi hafa sex barnarúm af áðurnefndum gerðum með fyrrgreindum merkingum verið seld á umræddu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×