Innlent

Krónan lækkar og hlutabréf í bönkunum

MYND/Hari

Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið eins lág og nú síðan um miðjan nóvember árið 2004. Krónan hefur lækkað um rúm þrjú prósent á síðastliðinni viku. Gengisvísitala hennar er nú rúm 120 stig.

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um rúm fjögur prósent í dag. Bréf í KB banka og Landsbanka Íslands hafa lækkað um rúm sex prósent í dag og bréf í Glitni um rúm þrjú prósent. Bréf í FL Group hafa lækkað um tæp sex prósent en engin bréf hafa hækkað í Kauphöllinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×