Fleiri fréttir

Gömlu bækistöðvar Landhelgisgæslunnar hugsanlega seldar

Á næstu dögum verður ákveðið hvort ríkið selji lóðina sína við Seljaveg þar sem Landhelgisgæslan hefur haft bækistöðvar sínar í rúmlega hálfa öld. Landhelgisgæslan flutti þaðan um helgina og er óvíst hvort ríkið hafi þörf fyrir húsnæðið áfram.

40 milljóna króna styrkur til tækjakaupa

Íslandsbanki veitti í dag Krabbameinsfélagi Íslands 40 milljóna króna styrk til kaupa á nýju stafrænu röntgentæki sem nýtist til forvarnarstarfs Krabbameinsfélagsins.

Þingmaður Framsóknarflokks ræðst harkalega að forystu flokksins

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ræðst harkalega á forystu flokksins á vefsíðu sinni í dag og sakar hana um sýndarlýðræði. Yfirþyrmandi samansafn helstu valdamanna flokksins hafi lýst stuðningi við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra og frambjóðanda í forystusætið í Reykjavík.

Eimskip skráir skip sín í Færeyjum

Eimskip hefur ákveðið að skrá allan áhafnarekstur sinn í Færeyjum á næstu vikum en í Færeyjum bjóða stjórnvöld fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekjuskattsgreiðslum áhafna upp á tuttugu og átta prósent. Vélstjórar eru óhressir með þróun mála og hafa ítrekað farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða.

Vegagerðin og Landssamband lögreglumanna í hár saman

Talsmaður Vegagerðarinnar segir Landssamband lögreglumanna vega að starfsheiðri umferðareftirlitsmanna. Segir hann landssambandið misskilja fyrirhugaðar breytingar á umferðareftirliti Vegagerðarinnar.

Slasaðist í Bláfjöllum

Stúlka var flutt á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir að hafa slasað sig í Bláfjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan átta í kvöld og kvartað stúlkan undan verkjum í mjöð.

Kínverskur verktaki býður í Héðinsfjarðargöng

Kínverskur járnbrautaverktaki, sem hlotið hefur viðurkenningu kínverskra stjórnvalda fyrir pólitíska uppfræðslu starfsmanna, er meðal þeirra sem fá að bjóða í Héðinsfjarðargöng. Vegagerðin hafnaði sama verktaka fyrir tveimur árum.

Viðbrögð æfð

Hvernig er best að bregðast við ef gámabíll með þúsund lítra af klórgasi innanborðs veltur með þeim afleiðingum að gámurinn rifnar og klórgas lekur út í andrúmsloftið? Þessari spruningu reyndu þáttakendur á viðamikilli æfingu að svara í dag.

Er raforkuverð að drepa laxeldi á Íslandi?

Er raforkuverð að drepa laxeldi í landinu? Kristján L. Möller þingmaður spurði að þessu á Alþingi í dag, en raforkuverð er önnur aðalástæða þess að Sæsilfur hættir starfsemi í Mjóafirði. Iðnaðaráðherra sakaði þingmanninn um vanþekkingu og sagði honum að skammast sín.

Landlæknir varar einstaklinga og fyrirtæki við því að birgja sig upp af fuglaflensulyfjum

Landlæknir varar eindregið við því að einstaklingar og fyrirtæki birgi sig upp af lyfjum vegna fuglaflensunnar. Það geti leitt til þess að birgðir gangi til þurrðar, og það sem verra er, að ótímabær notkun lyfsins vegna venjulegrar flensu geti leitt til ónæmis. Hann segist munu spyrna við fótum ef fyrirtæki taki upp á því í miklum mæli að hamstra lyfið.

Íslandsbanki styrkir Krabbameinsfélag Íslands

Í dag veitti Íslandsbanki Krabbameinsfélagi Íslands fjörtíu milljóna króna styrk. Styrkurinn verður notaður til að kaupa ný stafrænt röntgentæki sem nýtist til forvarnarstarfs Krabbameinsfélagsins.

Frumvarp um Ríkisútvarpið á Alþingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpi um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stofnuninni verður breytt í hlutafélag, afnotagjöld lögð niður og tekin upp nefskattur.

Álverið í Straumsvík rúmlega tvöfaldað að stærð

Álverið í Straumsvík verður meira en tvöfaldað að stærð á næstu fjórum árum og fjórar vatnsaflsvirkjanir byggðar í neðri Þjórsá og Tungnaá, samkvæmt áformum Alcan og Landsvirkjunar, sem kynnt voru í dag. Áður hafði Orkuveita Reykjavíkur samið um að útvega nærri helming nauðsynlegrar raforku vegna stækkunar í Straumsvík.

Ríkisskattstjóri staðfestir tölur um aukna skattheimtu

Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri staðfestir að tölur Stefáns Ólafssonar prófessors um aukna skattheimtu séu réttar. Indriði segir að rýrnun persónuafsláttar leiði til meiri skattbyrði á lægri tekjur. Hann telur þó að stærsti áhrifavaldurinn í aukinni skattbyrði sé launaþróun og kaupmáttaraukning.

Frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða

Samkvæmt nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða er lagt til að sett verði hámark á samanlagða krókaaflahlutdeild þannig að enginn hafi yfir meiru að ráða en 6% af krókaaflahlutdeild í þorski, 9% krókaaflahlutdeild í ýsu og 6% af heildarverðmæti krókaaflahlutdeildar.

Landsvirkjun leggur Norðlingaölduveitu til hliðar

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta við undirbúning að Norðlingaölduveitu að svo stöddu. Landsvirkjun mun þess í stað einbeita sér að öðrum virkjunarkostum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er ósáttur við að Landsvirkjun sé ekki tilbúin að hætta alfarið við framkvæmdirnar.

Lögreglan á Selfossi hefur afskipti af veitinga- og skemmtistöðum

Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af fjórum veitinga- og skemmtistöðum um helgina vegna þess að þeir höfðu ekki tilskylin leyfi fyrir starfsemina. Um er að ræða vínveitinga- og skemmtanaleyfi en leyfin voru útrunnin eða þau höfðu ekki verið fengin.

Ljóslausir vagnar skapa hættu fyrir ökumenn

Lögreglumenn á Hvolsvelli hafa undanfarnar vikur haft nokkur afskipti af ökumönnum dráttarvéla með tengivagna. Margir þessa vagna eru óskráðir og ljósabúnaður þeirra er lítill sem enginn. Vagnarnir sjást því illa í miklu myrkri og geta skapað nokkra hættu fyrir vegfarendur ef þeir sjá ekki vagnana í tæka tíð.

GSA fagna fimm ára afmæli samtakanna

GSA (Greysheeters Anonymous) halda upp á fimm ára afmæli samtakanna hér á landi með opnum kynnigarfundi næstkomandi fimmtudag. Um þessar mundir er verið að kynna samtökin öllum heilsustéttum í landinu og öðrum sem láta sig málið varða.

Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig

Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig.

Fá útköll vegna ölvunar

Helgin var róleg í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og í Hafnarfirði. Ekki var mikið um útköll vegna ölvunar í heimahúsum og rólegt var á skemmtistöðum. Alls voru fimmtán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en engin slys urðu á fólki. Þó varð nokkuð eignatjón í nokkrum þeirra.

137 verkefni hjá lögreglunni á Akranesi

Lögreglan á Akranesi sinnti alls 137 verkefnum í síðustu viku en þar af voru um 80 sem tengdust umferðinni. Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Nokkur hálka var á vegum og því voru ökumenn ekki að keyra eftir aðstæðum.

Kennsla hefst í kínverskum fræðum í dag

Kennsla hefst í kínversku og kínverskum fræðum hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í dag. Alls verða kennd þrjú námskeið á þessu misseri, Kínverska I, Kínversk nútímamenning og Viðskipti við Kína. Aðsókn á námskeiðin fór fram úr björtustu vonum og þurfti að vísa nemendum frá. Gert er ráð fyrir að auka námsframboð í framtíðinni en frá og með hausti 2006 munu Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða upp á sameiginlegt B.A nám í Austur-Asíufræðum.

Allri áhöfn Víkings AK 100 sagt upp störfum

Allri áhöfn á Víkingi AK 100 var sagt upp störfum síðastliðinn laugardag. Skipið mun þó klára þessa loðnuvertíð ef veiðanleg loðna finnst. Skipinu verður lagt eftir loðnuvertíð fram í janúar á næsta ári. Ástæða uppsagnarinnar er verkefnaskortur segir í uppsagnabréfi til starfsmanna sem undirritað var af Vilhjálmi Vilhjálmssyni deildarstjóri HB Granda.

Pólitískur styrkur mismikill meðal stuðningsmanna

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur innan flokksins sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergssonar í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á landsvísu.

Verið að opna vegi á Vestfjörðum

Nokkur hálka er á Vesturlandi, í Árnesi og Rangárvallasýslum. Á Vestfjörðum er verið að opna veginn til Patreksfjarðar um Klettsháls og Kleifarheiði og þaðan til Bíldudals um Háldfán. Þá er einnig verið að moka frá Ísafirði um Djúp yfir Steingrímsfjarðarheiði og suður fyrir. Á Öxnadalsheiði er skafrenningur, og hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi og Austurlandi.

Hafnaði upp á vegriði

Drukkinn ökumaður misti stjórn á bíl sínum í nótt með þeim afleiðingum að hann hafnaði upp á vegriði og komst hvorki lönd né strönd. Þetta gerðist rétti við Skeiðarvogsbrúnna yfir Miklubraut og sat ökumaðurinn enn í bílnum, þegar lögregla kom á vettvang. Hún fjarlægði ökumanninn og kranabíll bílinn hans, sem skemmdist nokkuð.

Engar áætlunarferðir um sunnanvert Snæfellsnes

Engar áætlunarferðir eru lengur um sunnanvert Snæfellsnes eftir að Sæmundur í Borgarnesi hætti sérleyfisakstri um síðustu mánaðamót og nýr aðilli tók við rekstirnum. Þannig geta stut ferðalög á Vesturlandi breyst í langferðir eins og til dæmis ef einhver úr Staðarsveit á sunnanverðu nesinu þarf að komast til Akraness.

Skólahald með eðlilegum hætti

Skólahald verður með eðlilegum hætti í Fellaskóla í Reykjavík í dag eftir mikla herferð gegn músagangi í skólanum um helgina. Umhverfissvið borgarinnar hafði í vikunni gert skólayfirvöldum að koma í veg fyrir músaganginn, ella yrði ekkert skólahald í dag eða næstu daga. Við úttekt umhverfissviðs á skólanum í gærkvöldi kom í ljós að árngur hafði orðið af alls herjar hreingerningu og holufyllingum í skólanum um helgina.

Hækkandi raforkuverð ekki ástæðan

Landsvirkjun mótmælir þeirri skýringu, sem stjórnendur Sæsilfurs gáfu nýverið, þess eðlis að hækkandi raforkuverð sé önnur aðal ástæða þess fyrirtækið ætli að hætta öllu laxeldi í Mjóafirði, en þar er meira en helmingur alls laxeldis í landinu.

Barna- og fjölskylduguðþjónusta var haldin í Grafarvogskirkju í morgun

Barna- og fjölskylduguðþjónusta var haldin í Grafarvogskirkju í morgun og var börnum boðið til hennar úr nágrannakirkjunum til að taka þátt í gleðinni. Íbúar Latabæjar komu í heimsókn en það voru þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín sem töluðu við krakkana og fylgdust með guðsþjónustunni.

Stjórnarmenn Sörla mæla með sjálfum sér.

Margir félagsmenn hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði eru ekki sáttir við nýja tillögu stjórnar Sörla um úthlutun hesthúsalóða við Kaplaskjól en 3 stjórnarmenn félagsins mæltu með sjálfum sér á lista yfir þá sem kæmu til greina af þeim 120 sem sóttu um þær 14 lóðir sem til úthlutunar eru.

Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi

Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi.

Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum

Rafiðnaðarmenn frá öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu eru komnir til starfa á Íslandi. 101 erlendur rafiðnaðarmaður er félagi í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Flestir eru frá Slóvakíu, nítján, og Króatíu, átján. Aðrir koma svo langt frá sem Kólumbíu, Suður-Afríku og Víetnam.

Öllum skipverjum sagt upp

Öllum skipverkjum á Víkingi AK 100 frá Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í bréfi þar sem þeim er tilkynnt um uppsögnina kemur fram að engin verkefni séu fyrirsjáanleg fyrir skipið að loðnuvertíð lokinni fyrr en í janúar á næsta ári.

Sátt getur náðst milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar

Níu af hverjum tíu landsmönnum telja að sátt geti ríkt milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar gufuafls og tveir af hverjum þremur telja að einnig megi ná sáttum milli umhverfisverndar og vatnsaflsvirkjana. Þetta kemur fram í Gallupkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins.

Árangurinn kom Ásthildi á óvart

Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart.

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa.

Sjá næstu 50 fréttir