Innlent

Öllum skipverjum sagt upp

Öllum skipverkjum á Víkingi AK 100 frá Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í bréfi þar sem þeim er tilkynnt um uppsögnina kemur fram að engin verkefni séu fyrirsjáanleg fyrir skipið að loðnuvertíð lokinni fyrr en í janúar á næsta ári.

Vekur þetta furðu forsvarsmanna Verkalýðsfélags Akraness og á heimasíðu félagsins er því velt upp að ein ástæðan kunni að vera að síldarkvóti skipsins hefur verið fluttur á önnur skip í eigu HB Granda.

Reynt verður að finna þeim skipverjum sem það vilja vinnu á öðrum skipum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×