Innlent

Leikskólakennarar óánægðir með launamálaráðstefnu

Hópur leikskólabarna.
Hópur leikskólabarna. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Stjórn og samninganefnd Félags leikskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður launamálaráðstefnunnar sem séu í senn óljósar og gefi takmörkuð fyrirheit.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Félag leikskólakennara hafi gert ráð fyrir að ákveðin niðurstaða fengist á ráðstefnunni eða gefnar yrðu út yfirlýsingar um hvernig launakjör leikskólakennara yrðu leiðrétt. Miklar væntingar voru bundnar við ráðstefnuna ekki síst vegna ummæla ýmissa sveitarstjórnarmanna í aðdraganda hennar.

Á launamálaráðstefnunni var stjórn Launanefndar sveitarfélaga falið að fjalla um tillögur og hugmyndir sem þar komu fram og kynna niðurstöður í síðasta lagi 10. febrúar n.k. Það er því ljóst að kjaramál leikskólakennara eru enn í hnút.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×