Innlent

Sátt getur náðst milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar

Níu af hverjum tíu landsmönnum telja að sátt geti ríkt milli umhverfisverndarsjónarmiða og virkjunar gufuafls og tveir af hverjum þremur telja að einnig megi ná sáttum milli umhverfisverndar og vatnsaflsvirkjana. Þetta kemur fram í Gallupkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins.

Nær fjórir af hverjum fimm telja íslensk raforkufyrirtæki standa sig vel í umhverfismálum og sjötíu og tvö prósent telja álfyrirtæki standa sig vel í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×