Innlent

Álverið í Straumsvík rúmlega tvöfaldað að stærð

Álverið í Straumsvík verður meira en tvöfaldað að stærð á næstu fjórum árum og fjórar vatnsaflsvirkjanir byggðar í neðri Þjórsá og Tungnaá, samkvæmt áformum Alcan og Landsvirkjunar, sem kynnt voru í dag. Áður hafði Orkuveita Reykjavíkur samið um að útvega nærri helming nauðsynlegrar raforku vegna stækkunar í Straumsvík.

Þær framkvæmdir sem boðaðar eru með sameiginlegri fréttatilkynningu Alcan og Landsvirkjunar í dag slaga langleiðina upp í að vera álíka umfangsmiklar og stóriðjuframkvæmdirnar sem nú standa yfir á Austurlandi.

Alcan og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu síðastliðið sumar viljayfirlýsingu um helming nauðsynlegrar raforku til stækkaðs álvers en sú orka kæmi frá nýrri jarðgufuvirkjun á Hellisheiði. Samkomlagið við Landsvirkjun gerir ráð fyrir að ráðist verði í gerð fjögurra nýrra varnsafslavirkjana í Þjórsá og Tungnaá, við Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Núpsvirkjun og Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun hefur hins vegar lagt áform um Norðlingaölduveitu til hliðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×