Innlent

Fá útköll vegna ölvunar

Helgin var róleg í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og í Hafnarfirði. Ekki var mikið um útköll vegna ölvunar í heimahúsum og rólegt var á skemmtistöðum. Alls voru fimmtán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en engin slys urðu á fólki. Þó varð nokkuð eignatjón í nokkrum þeirra. Þá komu þrjú upp þrjú fíkniefnamál og lagt var hald á lítilræði af meintum fíknefnum. Málin teljast upplýst. Nokkuð var um umferðarlagabrot, en lögreglan hafði afskipti af 55 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×