Innlent

Kennsla hefst í kínverskum fræðum í dag

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri Mynd/Kristján

Kennsla hefst í kínversku og kínverskum fræðum hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í dag. Alls verða kennd þrjú námskeið á þessu misseri, Kínverska I, Kínversk nútímamenning og Viðskipti við Kína. Aðsókn á námskeiðin fór fram úr björtustu vonum og þurfti að vísa nemendum frá. Gert er ráð fyrir að auka námsframboð í framtíðinni en frá og með hausti 2006 munu Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða upp á sameiginlegt B.A nám í Austur-Asíufræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×