Innlent

Frambjóðendur njóta góðs af valdamiklum stuðningsmönnum

Mynd/Vilhem

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur á landsvísu í flokknum, hafi óeðlileg áhrif á afstöðu framsóknarmanna til prófkjörs flokksins í Reykjavík.

Hann segir á heimasíðu sinni að hópurinn sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á lands vísu. Hann rökstyður þetta þannig að Björn Ingi Hrafnsson, sem sækist ásamt Önnu eftir fyrsta sætinu á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, sé nánasti samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar formanns flokksins, og sæki til hans pólitískan styrk. Félagsmálaráðherra og allir aðstoðarmenn framsóknarráðherranna, styðji hann opinberlega, og formaður fjáröflunarnefndar flokksins, svo dæmi séu tekin. Og Kristinn H. Gunnarsson spyr: Hvað næst, munu aðsotðarmenn ráðherra gefa út yfilýsingu um það, hver eigi að leiða flokkinn í örðum sveitarfélögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×