Innlent

Hækkandi raforkuverð ekki ástæðan

Landsvirkjun mótmælir þeirri skýringu, sem stjórnendur Sæsilfurs gáfu nýverið, þess eðlis að hækkandi raforkuverð sé önnur aðal ástæða þess fyrirtækið ætli að hætta öllu laxeldi í Mjóafirði, en þar er meira en helmingur alls laxeldis í landinu. Landsvirkjun segist hafa gefið fiskeldisfyrritækjum afslátt á raforkuverði um árabil, á meðan gengið yrði úr skugga um hvort greinin væri arðbær. Því miður virðast margir utanaðkomandi þættir, aðrir en raforkuverð, hafa gert þennan rekstur erfiðan, segir Landsvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×