Innlent

Actavis eignast tyrkneska samheitalyfjafyrirtækið Fako

Tyrkneska samheitalyfjafyrirtækið Fako er nú að fullu í eigu Actavis eftir kaup þess á 11 prósenta hlut í Fako fyrir rúmlega 1,2 milljarða króna.

Árið 2003 hafði Actavis keypt 89 prósenta hlut í Fako fyrir 3,8 milljarða. Fako er fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtækið í Tyrklandi en það sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja og hefur um 1.200 starfsmenn. Lyfjamarkaðurinn í Tyrklandi er einn sá stærsti í Evrópu og veltir 262 milljörðum árlega. Rúmlega 20 prósent af heildartekjum Actavis á síðasta ári komu frá Tyrklandi en gert er ráð fyrir því að sú tala minnki um rúman helming vegna aukinna umsvifa Actavis á Bandaríkjamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×