Innlent

HB Grandi hefur sagt upp allri áhöfninni á Víkingi AK 100

HB Grandi hefur sagt upp allri áhöfninni á Víkingi AK 100 og ætlar að leggja skipinu eftir loðnuvertíð fram í janúar á næsta ári. Verkefnaskortur er ástæðan segir deildarstjóri HB Granda.

Öll áhöfn á Víkingi AK 100 var sagt upp störfum síðastliðinn laugardag. Skipið mun þó klára þessa loðnuvertíð ef veiðanleg loðna finnst. Skipinu verður lagt eftir loðnuvertíð fram í janúar á næsta ári og fer því ekki á síldveiðar þar sem verksmiðjuskipið Engey mun sjá um þær veiðar. Ástæða uppsagnarinnar er verkefnaskortur segir í uppsagnabréfi til starfsmanna sem undirritað var af Vilhjálmi Vilhjálmssyni verkefnastjóra HB Granda. Fyrirtækið hefur sett Svan RE 45 á söluskrá en félagið eignaðist skipið þegar það sameinaðist útgerðafélaginu Svanur RE 45 ehf, í lok árs 2004. Ráðgert er þó að skipið verði gert út á þessari loðnuvertíð en verði ekki á kolmunnaveiðum þar sem samkomulag var um takmörkum á þeim. Skipverjum sem sagt var upp störfum verða boðin störf á öðrum skipum hjá HB Granda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×