Innlent

Er raforkuverð að drepa laxeldi á Íslandi?

Er raforkuverð að drepa laxeldi í landinu? Kristján L. Möller þingmaður spurði að þessu á Alþingi í dag, en raforkuverð er önnur aðalástæða þess að Sæsilfur hættir starfsemi í Mjóafirði. Iðnaðaráðherra sakaði þingmanninn um vanþekkingu og sagði honum að skammast sín.

Kristján Möller lýsti yfir áhyggjum af slæmum fréttum af atvinnulífi á landsbyggðinni, fyrirtæki væru að loka og fólk missti vinnuna unnvörpum. Raforka til laxeldisins hefði hækkað um þrjátíu prósent og væri enn að hækka.

Hann vitnaði í heimamenn í Mjóafirði sem sagði að þetta væri rothögg og nánast dauðadómur um laxeldinu í landinu.

 

Iðnaðarráðherra sagðist hafa upplýsingar um að að raforkuverð til fiskeldisfyrirtækis á landsbyggðinni sem kaupi um þriðjung þess rafmagns sem fari til fiskeldis hafi hækkað rúm fjögur prósent, en ekki þrjátíu. Almennt hafi raforkuverð til fyrirtækja lækkað um tæp tuttugu prósent en fiskeldið hafi notið sérkjara hér áður fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×