Innlent

Stjórnarmenn Sörla mæla með sjálfum sér.

Margir félagsmenn hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði eru ekki sáttir við nýja tillögu stjórnar Sörla um úthlutun hesthúsalóða við Kaplaskjól en 3 stjórnarmenn félagsins mæltu með sjálfum sér á lista yfir þá sem kæmu til greina af þeim 120 sem sóttu um þær 14 lóðir sem til úthlutunar eru. Björn Bjarnason formaður hestamannafélagsins Sörla sagði í viðtali á NFS kvöld að þetta væri ekki óeðlilegt og sagði ennfremur að stjórnin hefði samþykkt að þeir myndu sitja í stjórninni þegar val á lista var framkvæmt en sá listi er lagður til bæjarráðs Hafnafjarðar sem álit stjórnar um það hverjir skuli fá lóðir á hinu nýja svæði á Sörlastöðum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×