Innlent

Þingmaður Framsóknarflokks ræðst harkalega að forystu flokksins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ræðst harkalega á forystu flokksins á vefsíðu sinni í dag og sakar hana um sýndarlýðræði. Yfirþyrmandi samansafn helstu valdamanna flokksins hafi lýst stuðningi við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra og frambjóðanda í forystusætið í Reykjavík.

Kristinn segir frambjóðandann einn nánasta samstarfsmann formanns flokksins. Þangað sæki hann pólitískan styrk og áhrif. Yfirlýstir stuðningsmenn hans séu helstu valdamenn flokksins. Þeir sem vilji styðja aðra frambjóðendur til forystu í Reykjavík, svo sem Önnu Kristinsdóttur eða Óskar Bergsson, þurfi þar með að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum. Hér séu menn komnir út fyrir öll eðlileg mörk.

Framboð Björns Inga kom einnig upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þegar þingmaður frjálsynda flokksins vildi vita hvað liði samræmdum reglum um fjármál stjórnmálaflokka, en þverpólitísk nefnd um efnið átti að skila um áramót en hefur enn ekki gert það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×