Innlent

Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi

Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi.

Lögreglumenn voru sendir að kosningaskrifstofu Björns Inga í gærkvöldi eftir að ábending barst um að þar væri fólk undir lögaldri að drykkju.

Björn Ingi segir að um einkasamkvæmi á vegum stuðningsmanna sinna hafi verið að ræða og sjálfur hafi hann ekki verið á staðnum. Sér vitanlega hafi enginn verið undir lögaldri og að þeir sem héldu samkvæmið hafi slitið því um klukkan hálftólf í gærkvöldi eftir að kvartanir bárust.

Björn Ingi Hrafnsson er aðstoðarmaður forsætisráðherra og formaður fjölskyldunefndar forsætisráðuneytisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×