Innlent

Verið að opna vegi á Vestfjörðum

Nokkur hálka er á Vesturlandi, í Árnesi og Rangárvallasýslum. Á Vestfjörðum er verið að opna veginn til Patreksfjarðar um Klettsháls og Kleifarheiði og þaðan til Bíldudals um Háldfán. Þá er einnig verið að moka frá Ísafirði um Djúp yfir Steingrímsfjarðarheiði og suður fyrir. Á Öxnadalsheiði er skafrenningur, og hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi og Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×