Fleiri fréttir

217 milljónir í rannsóknir

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkir 64 verkefni um samtals 217 milljónir króna í ár. 110 milljónir króna fara í verkefni á sviði veiða, vinnslu og búnaðar, 64 milljónir í fiskeldisverkefni og líftækniverkefni og markaðssetning fengu hvort um sig 21 milljón króna.

Umhverfissvið innkallar grænmetisblöndu vegna aðskotahlutar

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur innkallað af markaði Hátíðarblöndu, blandað frosið grænmeti frá Íslensku meðlæti, með best fyrir dagsetninguna 08.11.2007. Varan reyndist innihalda aðskotahlut og hefur framleiðslulotan því verið tekin af markaði og er nú hvergi í sölu.

Rúm 50 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri

Ríflega fimmtíu prósent Reykvíkinga vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði annars staðar en í Vatnsmýrinni samkvæmt skoðananakönnun sem Gallup hefur geft fyrir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Tæplega 48 prósent vildu hins vegar hafa flugvöllinn áfram í mýrinni.

Tveir listar í framboði

Tveir listar verða í framboði við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Bólstaðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps laugardaginn 10. desember næstkomandi. Listarnir eru Listi framtíðar og Nýtt afl. Þá verður kosið milli þriggja tillagna að nafni nýja sveitarfélagsins.

Lagt til að ákveðnir hlutar hússins verði friðaðir

Húsafriðunarnefnd hyggst leggja til við menntamálaráðherra að ákveðnir hlutar Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verði friðaðir. Eins og greint hefur verið frá stendur til að selja húsið verktakafyrirtækinu Mark-Húsum sem bauð hæst í það, alls 980 milljónir króna.

Lítill munur á bönkunum

Það kostar að lágmarki 374 þúsund krónur að taka fimmtán milljóna króna lán til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun Alþýðusambands Íslands á lántökukostnaði og opinberum gjöldum.

Upplýsa ekki hvernig þeir fengu tölvupóstana

Ekki kemur til greina að upplýsa hvernig Fréttablaðið fékk afrit af tölvupóstum sem það notaði við vinnslu frétta sinna um aðkomu þjóðþekktra manna að upphafi Baugsmálsins sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, í beinni útsendingu NFS úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Systkinafsláttur á leikskólum Seltjarnarness

Nýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi sem nýta dagmæðrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla tóku nýlega gildi. Um nokkurt skeið hafa reglurnar gilt milli leik- og grunnskóla þannig að fjölskyldur sem átt hafa börn á þeim skólastigum hafa notið systkinaafsláttar af leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir Skólaskjól. Fjölskylda sem er með eitt barn á leikskóla og nýtir Skólaskjól grunnskólans fyrir annað barn fær þannig 25% afslátt fyrir annað barnið og 50% afslátt fyrir þriðja barnið. Það sama á að sjálfsögðu við ef öll börnin eru á sama skólastigi.

Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar

Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína neitaði að svara flestum spurningum verjanda um hvernig hún teldi fréttirnar hafa verið villandi eða hvort einhverjar persónulegar upplýsingar úr tölvupóstunum hefðu ekki verið birtar.

Rjúpnaskytta varð fyrir voðaskoti við Reyðarfjörð

Björgunarsveitin Ársól á Reyðafirði var kölluð út á öðrum tímanum í dag. Rjúpnaskytta hafði fengið voðaskot í hendi á svínadal fyrir ofan Reyðafjörð. Það tók sveitina aðeins sex mínútur að komast að slysstað. Maðurinn er mikið slasaður á hendi en gat þrátt fyrir það verið í sambandi við neyðarlínuna og látið vita af sér. Er búið var að hlúa að manninum var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Össur vill strangari lög

Nýtt frumvarp um starfsmannaleigur gengur ekki nógu langt til að ná höndum yfir ribbalda sem brjóta lög og jafnvel mannréttindi starfsmanna sinna, segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að aðgerðarleysi fulltrúa ráðherra í nefnd um starfsmannaleigur hafi orðið til þess að atvinnurekendur hafi ráðið þar lögum og lofum.

SA gerir athugasemdir við frumvarp

Það er ekki bara verkalýðsforystan og stjórnarandstaðan sem vilja gera breytingar á frumvarpi um starfsmannaleigur. Samtök atvinnulífsins vilja það líka, þó með öðrum hætti sé. Yfirlögfræðingur samtakanna, sem átti sæti í nefnd sem frumvarpið byggir á, tekur dræmt í þær kröfur ASÍ og fleiri að fyrirtæki sem notfæri sér þjónustu starfsmannaleiga beri ábyrgð brjóti starfsmannaleigan á fólkinu.

Segir eigendum hafa verið hlíft

Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa.

Byggðastofnun starfi án fjárstuðnings ríkisins

Lánastarfsemi Byggðastofnunar mun halda áfram með óbreyttum hætti á næstunni á meðan ekki koma frekari athugasemdir frá Fjármálaeftirlitinu. Hins vegar verða gerðar grundvallarbreytingar á fjármögnunarstarfsemi stofnunarinnar til lengri tíma litið, þannig að hún standi undir þeim rekstri, án fjárstuðnings ríkisins.

Blysför á Akureyri á Alnæmisdaginn

Alnæmisdagsins verður minnst með blysför á Akureyri 1. desember næstkomandi. Dagurinn er alþjóðlegur dagur alnæmis en víða um heim er þessa dags minnst með samkomum og samstöðugöngum.

Jón bakkar

Jón Kristjánsson dregur til baka reglugerð um skerðingu bótagreiðslna til öryrkja og ellilífeyrisþega eftir harða gagnrýni af þeirra hálfu.

Konur í rafiðnaðarstétt hafa nú 87% af launum karla samanborið við 65% fyrir fimm árum

Konur í rafiðnaðarstétt, eru að draga verulega á karlana í launum og nema laun þeirra nú 87% af launum karla, samanborið við 65% af launum þeirra fyrir fimm árum. Að hluta gæti þetta skýrst af þvi að þær hafi ekki unnið eins mikla yfirvinnu og karlarnir, en karlar hafa undanfarin misseri verulega dregið úr henni þannig að samanburðurinn nú ætti að vera raunhæfur.

Skotbardagar fyrir botni Miðjarðarhafs

Palestínskur lögreglumaður særðist nú rétt fyrir hádegið þegar til skotbardaga kom á milli ísraelskra hermanna og palestínksra lögreglumanna í borginni Betlehem.

Starfshópur skipaður á næstu dögum

Starfshópur verður skipaður á næstu dögum sem fjalla mun um mál þeirra þeirra áttatíu öryrkja sem nýtt hafa bótarétt sinn og fyrirsjáanlegt var að yrðu fyrir greiðsluskerðingu út árið.

Öryggisbæklingur gefinn út fyrir vélsleðamenn

Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Landssamband íslenskra Vélsleðamanna hafa í sameiningu gefið út bæklinginn "Öryggi og ábyrgð". Bæklingurinn veitir upplýsingar um akstur vélsleða, áhættuþætti við akstur, ástæður vélsleðaslysa, lög og reglur við notkun vélsleða og hvernig koma megi í veg fyrir slys.

Skortur á legurúmum fækkar gerviliðaaðgerðum

Skortur á legurúmum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur orðið til þess að þurft hefur að hætta við fjölda gerviliðaaðgerða á þessu ári. Aukið álag er meðal annars vegna sjúklinga sem bíða útskriftar.

Viðræður um framhald listdanskennslu

Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður.

Framhaldsskólanemar ætla að skila auðu í prófunum

Stór hluti framhaldsskólanema ætlar að skila auðu í samræmdu stúdentsprófunum sem fram fara í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema. Nemendur ætla að gera þetta í mótmælaskyni við að prófin séu lögð fyrir nemendur sem þeir segja að séu vanhugsuð og meingölluð í framkvæmd.

Veggjakrotarar gripnir glóðvolgir

Lögreglumenn í Reykjavík gripu tvo veggjakrotara glóðvolga þar sem þeir voru að spreyja á umferðarskilti við Kringlumýrarbraut í nótt. Ekki skorti sönnunargögnin, því þeir höfðu tekið afrek sín upp á myndband, væntanlega til að setja inn á netið.

Gengi á bréfum í DeCode hefur hækkað um 44%

Gengi á bréfum í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað mikið undanfarna mánuði og um heil 44%, ef farið er 12 mánuði aftur í tíman, samkvæmt greiningardeild Landsbankans.

Hundurinn enn ófundinn

Lögreglan í Keflavík hefur hvorki haft uppi á hundinum, sem beit konu til blóðs í gær, né eiganda hans. Atvikið átti sér stað á mótum Hringbrautar og Vestrugötu og þurfti konan að leita aðhlynningar á Heilbrigðsisstofnun Suðurnesja.

Skortur á faglærðu starfsfólki

"Við höfum ekki orðið að grípa til þessa ráðs í langan tíma en nú er skortur á faglærðu fólki á sama tíma og verið er að fjölga lögreglumönnum og því erum við í þessari stöðu," segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir­lögregluþjónn í Reykjavík. Gripið hefur verið til þess ráðs að ráða menn, sem ekki hafa lokið námi í Lögregluskólanum, til löggæslustarfa þar sem skólinn útskrifar ekki nógu marga til að manna þær stöður sem nú vantar í.

Algjörlega ólíðandi munur

Raforka til hitunar iðnaðar- og verslunarhúsnæðis er mun dýrari en hitaveita til hitunar á slíku húsnæði. Raforka til húshitunar fyrirtækja er um 325 prósentum dýrari hjá Orkubúi Vestfjarða en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er vegna þess að fyrirtæki fá enga niðurgreiðslu úr ríkissjóði.

Bílastæðavandinn minnkar

Síðastliðinn laugardag var Laugavegurinn formlega opnaður aftur eftir endurbætur á kaflanum á milli Barónsstígs og Snorrabrautar. Við sama tækifæri var nýtt bílastæðahús opnað og rúmar það 193 bíla. Mikið kapp hefur verið lagt á að ljúka framkvæmdum fyrir desembermánuð vegna aukinnar umferðar sem jafnan fylgir jólaversluninni.

Tekist á um tölvupósta

Réttað verður í dag í máli Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á hendur 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína fékk í septemberlok sett lögbann á birtingu í Fréttablaðinu á skrifum sem unnin voru upp úr tölvupósti sem hún hafði fengið eða sent.

Þingfest mál á hendur ríkinu

Þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mál Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna meintra brota á samkomulagi frá árinu 2003 um hækkun grunn­lífeyris.

Bótaskylda Vega­gerð­ar viðurkennd

Vegagerðin er bótaskyld við Íslenska aðalverktaka og NCC International vegna útboðs Héðinsfjarðarganga samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hætt var við útboðið til að hamla gegn þenslu. Bótakrafa gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Ekið á stúlku við Hólabrekkuskóla

Ekið var á unga stúlku þar sem hún gekk yfir gangbraut við Hólabrekkuskóla í Breiðholti laust fyrir fjögur í dag. Ökumaðurinn talaði við stúlkuna en þar sem hún virtist ómeidd keyrði hann í burtu. Seinna kom í ljós að hún hafði meiðst og óskar lögregla eftir að ökumaðurinn og vitni hafi samband í síma 444 1000.

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Öll spjót standa á Bandaríkjastjórn

Bandaríkjamenn geta ekki svarað fyrirspurnum Evrópuríkja um leynifangelsi og fangaflug. Utanríkisráðherra Þýskalands ætlar að taka málið upp á fyrsta fundi sínum með ráðamönnum í Washington í vikunni.

Jón óttast ekki dómstóla

Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt.

Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni.

Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur

Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði.

Contalgin hið íslenska heróín

Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður.

Lagagrein ofnotuð til óhagræðis fyrir starfsmenn

Forstjórar ríkisstofnana ofnota í æ ríkara mæli 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar er kveðið á um að leyfilegt sé að breyta vinnutíma og verksviði og að starfsmönnum beri að hlíta því. Stéttarfélög eiga erfitt með að bregðast við þar sem oft er um mál einstakra starfsmanna að ræða.

Tveir milljarðar á fjáraukalög

Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á fjáraukalögum fyrir þriðju umræðu um frumvarpið.

Fær 500 milljónir á ári hverju

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans.

Hefur hækkað um tvo þriðju

Árlegt framlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur

Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein.

Sjá næstu 50 fréttir