Innlent

Lagagrein ofnotuð til óhagræðis fyrir starfsmenn

MYND/Pjetur

Forstjórar ríkisstofnana ofnota í æ ríkara mæli 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar er kveðið á um að leyfilegt sé að breyta vinnutíma og verksviði og að starfsmönnum beri að hlíta því. Stéttarfélög eiga erfitt með að bregðast við þar sem oft er um mál einstakra starfsmanna að ræða.

Nýlegt dæmi um slíka breytingu sem valdið hefur því að stór hópur sá sig tilneyddan til þess að segja upp er breyting á vinnutíma hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild Landsspítlans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir það færast mjög í vöxt í opinbera geiranum að forstjórar beiti nítjándu greininni og breyti störfum og verksviði stórra hópa sem og einstakra starfsmanna. Hún segir að oft sé um kjaraskerðingu að ræða.

Hún segir einnig að formleg aðkoma félagsins að hópbreytingum sé túlkuð sem ólögleg aðkoma og því geti félagið lítið gert. Hún segir þetta vera sístækkandi vandamál í heilbrigðisgeiranum og einnig sýnilegt á öðrum sviðum ríkisrekstrar.

Elsa segir einnig að umrædd nítjánda grein sé einnig notuð af forstöðumönnum og jafnvel ráðherrum til að réttlæta það að laus störf sem og ný séu ekki auglýst. þar er fólk sem fyrir er í starfi hjá ríkinu flutt til í starfi og því nítjánda greinin notuð til að komast hjá því að auglýsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×