Innlent

Þingfest mál á hendur ríkinu

Þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mál Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna meintra brota á samkomulagi frá árinu 2003 um hækkun grunn­lífeyris.

Forysta Öryrkjabandalagsins segir að enn vanti 500 milljónir í sjóði öryrkja svo að samkomulag stæðist sem þáverandi formaður Ör­yrkja­bandalags­ins, Garðar Sverrisson, og Jón Kristjánsson heilbrigðis­ráðherra undirrituðu fyrir síðustu kosningar. Í samkomulaginu var fjall­að um línulega hækk­un grunn­líf­eyris­tekna örorkulífeyris­þega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×