Innlent

Konur í rafiðnaðarstétt hafa nú 87% af launum karla samanborið við 65% fyrir fimm árum

Konur í rafiðnaðarstétt, eru að draga verulega á karlana í launum og nema laun þeirra nú 87% af launum karla, samanborið við 65% af launum þeirra fyrir fimm árum. Að hluta gæti þetta skýrst af þvi að þær hafi ekki unnið eins mikla yfirvinnu og karlarnir, en karlar hafa undanfarin misseri verulega dregið úr henni þannig að samanburðurinn nú ætti að vera raunhæfur. Án tillits til yfirvinnunnar hafa laun kvenna í stéttinni hækkað þriðjungi meira hjá konum en körlum á tímabilinu. Þrátt fyrir að meðallaun rafiðnaðarkvenna losi nú 300.000 krónur á mánuði, og að flest störf í rafiðnaði henti konum ekki síður en körlum, eru aðeins 45 konur í Rafiðnaðarsambandinu, sem lokið hafa sveinsprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×