Innlent

Systkinafsláttur á leikskólum Seltjarnarness

MYND/Fréttablaðið

Nýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi sem nýta dagmæðrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla tóku nýlega gildi. Um nokkurt skeið hafa reglurnar gilt milli leik- og grunnskóla þannig að fjölskyldur sem átt hafa börn á þeim skólastigum hafa notið systkinaafsláttar af leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir Skólaskjól. Fjölskylda sem er með eitt barn á leikskóla og nýtir Skólaskjól grunnskólans fyrir annað barn fær þannig 25% afslátt fyrir annað barnið og 50% afslátt fyrir þriðja barnið. Það sama á að sjálfsögðu við ef öll börnin eru á sama skólastigi.

Nýverið hefur þjónustu dagforeldra verið bætt við þannig að fjölskyldur sem eiga börn hjá dagforeldrum og í leikskóla njóta þessara sömu afsláttarkjara af leikskólagjöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×