Innlent

Veggjakrotarar gripnir glóðvolgir

Mynd/Vísir

Lögreglumenn í Reykjavík gripu tvo veggjakrotara glóðvolga þar sem þeir voru að spreyja á umferðarskilti við Kringlumýrarbraut í nótt. Ekki skorti sönnunargögnin, því þeir höfðu tekið afrek sín upp á myndband, væntanlega til að setja inn á netið. Lögreglan hefur um hríð verið að eltast við þesa pitla, því iðja þeirra er fremur sekmmdarverk en listræn iðja, þar sem myndfletir þeirra eru meðal annars bílar og umferðarskilti. Síðan hafa þeir gortað af verkum sínum á netinu, en nú bíða þeirra þungar sektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×