Innlent

Rjúpnaskytta varð fyrir voðaskoti við Reyðarfjörð

Björgunarsveitin Ársól á Reyðafirði var kölluð út á öðrum tímanum í dag. Rjúpnaskytta hafði fengið voðaskot í hendi á svínadal fyrir ofan Reyðafjörð. Það tók sveitina aðeins sex mínútur að komast að slysstað. Maðurinn er mikið slasaður á hendi en gat þrátt fyrir það verið í sambandi við neyðarlínuna og látið vita af sér. Er búið var að hlúa að manninum var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×