Innlent

Öryggisbæklingur gefinn út fyrir vélsleðamenn

Mynd/ÞÖK

Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Landssamband íslenskra Vélsleðamanna hafa í sameiningu gefið út bæklinginn "Öryggi og ábyrgð". Bæklingurinn veitir upplýsingar um akstur vélsleða, áhættuþætti við akstur, ástæður vélsleðaslysa, lög og reglur við notkun vélsleða og hvernig koma megi í veg fyrir slys. Vélsleðaeign Íslendinga er sífellt að aukast og slysum hefur fjölgað samhliða því. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Landssamband íslenskra Vélsleðamanna og Rannsóknarnefnd umferðarslysa hafa síðastliðið ár beitt sér að forvörnum í notkun vélsleða. Þá var farið af stað með átak á meðal vélsleðamanna að nota svokallaðar brynjur sem verja brjóstkassa og hrygg. Brynjurnar geta dregið verulega úr áverkum ef slys/óhapp verður. Notkun þeirra hefur aukist verulega það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×