Innlent

Tekist á um tölvupósta

Réttað verður í dag í máli Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á hendur 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína fékk í septemberlok sett lögbann á birtingu í Fréttablaðinu á skrifum sem unnin voru upp úr tölvupósti sem hún hafði fengið eða sent.

Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, segir málið í raun snúast um mörk tjáningarfrelsisins og telur lögbann sýslumanns óvenjuvíðtækt og veit ekki dæmi þess áður að fengist hafi sett lögbann á upplýsingar sem þegar hafi verið birtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×