Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn 28. nóvember 2005 21:30 MYND/GVA Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Kristinn gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, harðlega á heimasíðu sinni á föstudag í tengslum við málefni Byggðstofnunar og sakaði hana meðal annars um að standa á sama um stofnunina og landsbyggðina. Kristinn heldur áfram að fjalla um málið í pistli sem birtist á heimasíðunni í gær og segir hjólin loksins farið að snúast eftir að hann hafi fundið að aðgerðaleysi ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Og þingmaðurinn gerir vinnubrögð ráðherra almennt að umtalsefni sínu og segir mörg dæmi þess að þeir sniðgangi alþingismenn við undirbúning mála. Í þættinum Íslandi í bítið í morgun sagði hann þolinmæði sína á þrotum hvað þetta varðar en sagðist þó aðspurður ekki hafa hugleitt að ganga úr þingflokknum ef vinnubrögð ráðherranna myndu ekki breytast. Í hádegisviðtalinu á NFS á föstudaginn sagði iðnaðarráðherra að framsóknarmönnum þyki ólíðandi að Kristinn skuli sífellt ráðast á samflokksmenn sína. Þá hafði hún á orði að hún þyrfti þó ekki vera að eyða of mörgum orðum í hans hegðun - hún dæmi sig sjálf. Þó finnur hún sig nú knúna til að hafa enn fleiri orð um Kristin því í pistli á heimasíðu sinni í dag kallar hún flokksbróður sinn „andstæðing" og segir hann kjarkaðan að ræða málefni Byggðastofnunar, með tilliti til aðskilnaðar hans við stofnunina fyrir þremur árum þegar hann hætti sem stjórnarformaður. Undir það síðasta hafi Byggðastofnun nefnilega verið óstarfhæf vegna deilna hans við starfsfólk. Og nú er bara að sjá hvort skærur flokksystkinanna haldi ekki áfram og Kristinn svari flokksystur sinni í bráð, hvort sem er í ræðu eða riti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Kristinn gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, harðlega á heimasíðu sinni á föstudag í tengslum við málefni Byggðstofnunar og sakaði hana meðal annars um að standa á sama um stofnunina og landsbyggðina. Kristinn heldur áfram að fjalla um málið í pistli sem birtist á heimasíðunni í gær og segir hjólin loksins farið að snúast eftir að hann hafi fundið að aðgerðaleysi ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Og þingmaðurinn gerir vinnubrögð ráðherra almennt að umtalsefni sínu og segir mörg dæmi þess að þeir sniðgangi alþingismenn við undirbúning mála. Í þættinum Íslandi í bítið í morgun sagði hann þolinmæði sína á þrotum hvað þetta varðar en sagðist þó aðspurður ekki hafa hugleitt að ganga úr þingflokknum ef vinnubrögð ráðherranna myndu ekki breytast. Í hádegisviðtalinu á NFS á föstudaginn sagði iðnaðarráðherra að framsóknarmönnum þyki ólíðandi að Kristinn skuli sífellt ráðast á samflokksmenn sína. Þá hafði hún á orði að hún þyrfti þó ekki vera að eyða of mörgum orðum í hans hegðun - hún dæmi sig sjálf. Þó finnur hún sig nú knúna til að hafa enn fleiri orð um Kristin því í pistli á heimasíðu sinni í dag kallar hún flokksbróður sinn „andstæðing" og segir hann kjarkaðan að ræða málefni Byggðastofnunar, með tilliti til aðskilnaðar hans við stofnunina fyrir þremur árum þegar hann hætti sem stjórnarformaður. Undir það síðasta hafi Byggðastofnun nefnilega verið óstarfhæf vegna deilna hans við starfsfólk. Og nú er bara að sjá hvort skærur flokksystkinanna haldi ekki áfram og Kristinn svari flokksystur sinni í bráð, hvort sem er í ræðu eða riti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira