Skortur á legurúmum fækkar gerviliðaaðgerðum 29. nóvember 2005 08:00 Að meðaltali koma 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur Landspítala- háskólasjúkrahúss. Það sem af er þessu ári hefur komum fjölgað um 9 prósent frá því í fyrra. Biðlistar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir gerviliðaaðgerðum lengdust umtalsvert á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna skorts á legurúmum eftir aðgerð. Þetta kemur fram hjá Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem tekið hefur saman stjórnunarupplýsingar um rekstur spítalans á ofangreindu tímabili. Það sem af er árinu koma að meðaltali 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur spítalans sem er fjölgun um 9 prósent frá því í fyrra. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu og þar af er stærsti hópurinn úr póstnúmeri 203 sem er Vatnsendahverfið í Kópavogi en þar er ekki starfrækt heilsugæslustöð. Mjög margir koma frá póstnúmerum 113 og 111 sem er Grafarholt og Efra-Breiðholt. Þá kemur á óvart hversu margir koma af Suðurlandi og Reykjanesi og mun fleiri en úr öðrum landsvæðum. Fæstar heimsóknir eru frá íbúum á Norðurlandi. Hjartaþræðingar voru 1.437 það sem af er árinu og hafði fjölgað um 18,5 prósent frá sama tíma fyrir ári. Kransæðavíkkanir voru 580 sem er 23,4 prósent fjölgun. Biðlistar eftir hjartaþræðingu hafa lengst um fjórðung á árinu og bíða nú 195 einstaklingar eftir hjartaþræðingu. Skurðaðgerðum fjölgar um 1,8 prósent fyrstu tíu mánuði ársins. Fækkað hefur þó á biðlistum eftir skurðaðgerð um 19,8 prósent frá sama tíma í fyrra. Nú bíða 28 einstaklingar eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits. Í fyrra biðu 100 manns eftir slíkri aðgerð. Skurðaðgerðum á augasteini hefur fjölgað um rúm 7 prósent á þessu ári og bíða nú 917 einstaklingar eftir slíkri aðgerð en í fyrra biðu 1.257. Hins vegar hefur fjölgað á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné og bíða nú 138 eftir aðgerð en í fyrra biðu 119. Eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm bíða nú 98 einstaklingar en 100 biðu í fyrra. Aðalástæða þess að fjölgað hefur aftur á biðlista eftir gerviliðaaðgerð er að þurft hefur að hætta við fjölda aðgerða í október og nóvember vegna þess að ekki hafa verið til legurúm á legudeild fyrir sjúklingana að lokinni aðgerð. Í október þurfti að hætta við 14 aðgerðir vegna þessa og fyrri helming nóvember hefur þurft að hætta við 14 aðgerðir til viðbótar. Aukið álag á legudeildum er meðal annars vegna sjúklinga sem hafa fengið þjónustu á LSH og bíða eftir útskrift í framhaldsúrræði, oftast á hjúkrunarheimili. Bráðabirgðauppgjör LSH fyrir fyrstu tíu mánuði ársins sýnir 250 milljónir króna umfram rekstraráætlun eða 1,0 prósent. Launagjöld eru 1,1 prósent umfram áætlun en rekstrarkostnaður fer 4,0 prósent fram úr áætlun. Kostnaður vegna S-merktra lyfja er í samræmi við rekstraráætlun. Dráttarvaxtagreiðslur eru 58 milljónir þessa fyrstu tíu mánuði. Það er umfram áætlun og stafar af erfiðri greiðslustöðu vegna mikils uppsafnaðs rekstrarhalla undanfarinna ára. Sem fyrr er rekstur flestra sviða spítalans í samræmi við rekstraráætlun. Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Biðlistar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir gerviliðaaðgerðum lengdust umtalsvert á fyrstu tíu mánuðum þessa árs vegna skorts á legurúmum eftir aðgerð. Þetta kemur fram hjá Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem tekið hefur saman stjórnunarupplýsingar um rekstur spítalans á ofangreindu tímabili. Það sem af er árinu koma að meðaltali 215 einstaklingar á dag á slysa- og bráðamóttökur spítalans sem er fjölgun um 9 prósent frá því í fyrra. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu og þar af er stærsti hópurinn úr póstnúmeri 203 sem er Vatnsendahverfið í Kópavogi en þar er ekki starfrækt heilsugæslustöð. Mjög margir koma frá póstnúmerum 113 og 111 sem er Grafarholt og Efra-Breiðholt. Þá kemur á óvart hversu margir koma af Suðurlandi og Reykjanesi og mun fleiri en úr öðrum landsvæðum. Fæstar heimsóknir eru frá íbúum á Norðurlandi. Hjartaþræðingar voru 1.437 það sem af er árinu og hafði fjölgað um 18,5 prósent frá sama tíma fyrir ári. Kransæðavíkkanir voru 580 sem er 23,4 prósent fjölgun. Biðlistar eftir hjartaþræðingu hafa lengst um fjórðung á árinu og bíða nú 195 einstaklingar eftir hjartaþræðingu. Skurðaðgerðum fjölgar um 1,8 prósent fyrstu tíu mánuði ársins. Fækkað hefur þó á biðlistum eftir skurðaðgerð um 19,8 prósent frá sama tíma í fyrra. Nú bíða 28 einstaklingar eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits. Í fyrra biðu 100 manns eftir slíkri aðgerð. Skurðaðgerðum á augasteini hefur fjölgað um rúm 7 prósent á þessu ári og bíða nú 917 einstaklingar eftir slíkri aðgerð en í fyrra biðu 1.257. Hins vegar hefur fjölgað á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné og bíða nú 138 eftir aðgerð en í fyrra biðu 119. Eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm bíða nú 98 einstaklingar en 100 biðu í fyrra. Aðalástæða þess að fjölgað hefur aftur á biðlista eftir gerviliðaaðgerð er að þurft hefur að hætta við fjölda aðgerða í október og nóvember vegna þess að ekki hafa verið til legurúm á legudeild fyrir sjúklingana að lokinni aðgerð. Í október þurfti að hætta við 14 aðgerðir vegna þessa og fyrri helming nóvember hefur þurft að hætta við 14 aðgerðir til viðbótar. Aukið álag á legudeildum er meðal annars vegna sjúklinga sem hafa fengið þjónustu á LSH og bíða eftir útskrift í framhaldsúrræði, oftast á hjúkrunarheimili. Bráðabirgðauppgjör LSH fyrir fyrstu tíu mánuði ársins sýnir 250 milljónir króna umfram rekstraráætlun eða 1,0 prósent. Launagjöld eru 1,1 prósent umfram áætlun en rekstrarkostnaður fer 4,0 prósent fram úr áætlun. Kostnaður vegna S-merktra lyfja er í samræmi við rekstraráætlun. Dráttarvaxtagreiðslur eru 58 milljónir þessa fyrstu tíu mánuði. Það er umfram áætlun og stafar af erfiðri greiðslustöðu vegna mikils uppsafnaðs rekstrarhalla undanfarinna ára. Sem fyrr er rekstur flestra sviða spítalans í samræmi við rekstraráætlun.
Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira