Innlent

Hundurinn enn ófundinn

Lögreglan í Keflavík hefur hvorki haft uppi á hundinum, sem beit konu til blóðs í gær, né eiganda hans. Atvikið átti sér stað á mótum Hringbrautar og Vesturgötu og þurfti konan að leita aðhlynningar á Heilbrigðsisstofnun Suðurnesja. Hundurinn var hinsvegar á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang, enda var hann laus. Konan telur hann vera blending af þýskum fjárhundi og Labrador og er hann gulbrúnn að lit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×