Innlent

Upplýsa ekki hvernig þeir fengu tölvupóstana

Forsíða Fréttablaðsins daginn sem fyrsta fréttin um málið birtist.
Forsíða Fréttablaðsins daginn sem fyrsta fréttin um málið birtist.

Sigurjón neitaði við skýrslutöku í dómsalnum að upplýsa um hvernig hann hefði fengið gögnin í sínar hendur. Hann sagði í viðtali við NFS að hann hefði heitið heimildarmanni sínum trúnaði og að ekki kæmi til greina að rjúfa hann.

Aðspurður sagði Sigurjón að skjölin hefðu borið með sér að vera raunveruleg gögn en ekki falsanir, engu að síður hafi verið farið í að fá staðfestingu á þeim áður en fréttir voru unnar upp úr þeim og hana hafi Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, gefið Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×