Fleiri fréttir Ísland jafnhreint og S-Argentína Ísland er jafnhreint og Suður-Argentína þegar kemur að gin- og klaufaveiki, segir dýralæknir í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Þrátt fyrir það telur landbúnaðarráðherra áhættuna of mikla við að flytja inn argentínskt nautakjöt til landsins. 21.8.2005 00:01 Mun líklegri til sjálfsmorðs Sam- og tvíkynhneigðir eru sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynheigðir. Aukin fræðsla og stuðningur gæti dregið úr þessu að mati sérfræðings á Akureyri sem flytur erindi á ráðstefnu í Færeyjum á morgun en ráðstefnan er undanfari fyrstu Gay Pride hátíðarinnar þar í landi. 21.8.2005 00:01 Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. 21.8.2005 00:01 Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. 21.8.2005 00:01 Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> 21.8.2005 00:01 Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. 21.8.2005 00:01 Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. 21.8.2005 00:01 Synti yfir þrjá firði Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. </font /> 21.8.2005 00:01 Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. 21.8.2005 00:01 Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. 21.8.2005 00:01 Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. 21.8.2005 00:01 Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. 21.8.2005 00:01 Vilja flugvöllinn burtu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna málamiðlunartillögu um flugvöll á Lönguskerjum í ályktun sem þeir hafa samþykkt og ítreka fyrri afstöðu um að þeir vildu flugvöllinn burt sem fyrst. Skipulag Vatnsmýrarinnar er harðlega gagnrýnt í ályktuninni. 21.8.2005 00:01 Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. 21.8.2005 00:01 Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." 21.8.2005 00:01 40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. 21.8.2005 00:01 Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. 21.8.2005 00:01 Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. 20.8.2005 00:01 Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. 20.8.2005 00:01 Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. 20.8.2005 00:01 Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. 20.8.2005 00:01 Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. 20.8.2005 00:01 Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. 20.8.2005 00:01 Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. 20.8.2005 00:01 Stöðugur straumur í miðborgina Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir. 20.8.2005 00:01 Fólk noti strætisvagna meira Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. 20.8.2005 00:01 Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. 20.8.2005 00:01 Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. 20.8.2005 00:01 Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. 20.8.2005 00:01 Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. 20.8.2005 00:01 Tugþúsundir í miðbænum í dag Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. 20.8.2005 00:01 Hlupu til styrktar sykursjúkum Yfir tvö hundruð Kanadamenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Fólkið var í líflegum búningum en hópurinn hleypur til styrktar rannsóknum á sykursýki í Kanada. 20.8.2005 00:01 Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. 20.8.2005 00:01 Skiptar skoðanir um Löngusker Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. 20.8.2005 00:01 Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> 20.8.2005 00:01 Hafa safnað 10 þús. undirskriftum Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. 20.8.2005 00:01 Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. 20.8.2005 00:01 Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. 20.8.2005 00:01 Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. 20.8.2005 00:01 Systkin í sviðsljósinu Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla. 20.8.2005 00:01 Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. 20.8.2005 00:01 Frjálslyndir ætla ekki í samstarf Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans. 19.8.2005 00:01 Hans Markús fluttur til Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. 19.8.2005 00:01 Harður árekstur Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild. 19.8.2005 00:01 Iða oftast með lægsta verðið Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum. 19.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ísland jafnhreint og S-Argentína Ísland er jafnhreint og Suður-Argentína þegar kemur að gin- og klaufaveiki, segir dýralæknir í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Þrátt fyrir það telur landbúnaðarráðherra áhættuna of mikla við að flytja inn argentínskt nautakjöt til landsins. 21.8.2005 00:01
Mun líklegri til sjálfsmorðs Sam- og tvíkynhneigðir eru sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynheigðir. Aukin fræðsla og stuðningur gæti dregið úr þessu að mati sérfræðings á Akureyri sem flytur erindi á ráðstefnu í Færeyjum á morgun en ráðstefnan er undanfari fyrstu Gay Pride hátíðarinnar þar í landi. 21.8.2005 00:01
Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. 21.8.2005 00:01
Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. 21.8.2005 00:01
Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> 21.8.2005 00:01
Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. 21.8.2005 00:01
Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. 21.8.2005 00:01
Synti yfir þrjá firði Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. </font /> 21.8.2005 00:01
Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. 21.8.2005 00:01
Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. 21.8.2005 00:01
Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. 21.8.2005 00:01
Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. 21.8.2005 00:01
Vilja flugvöllinn burtu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna málamiðlunartillögu um flugvöll á Lönguskerjum í ályktun sem þeir hafa samþykkt og ítreka fyrri afstöðu um að þeir vildu flugvöllinn burt sem fyrst. Skipulag Vatnsmýrarinnar er harðlega gagnrýnt í ályktuninni. 21.8.2005 00:01
Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. 21.8.2005 00:01
Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." 21.8.2005 00:01
40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. 21.8.2005 00:01
Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. 21.8.2005 00:01
Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. 20.8.2005 00:01
Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. 20.8.2005 00:01
Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. 20.8.2005 00:01
Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. 20.8.2005 00:01
Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. 20.8.2005 00:01
Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. 20.8.2005 00:01
Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. 20.8.2005 00:01
Stöðugur straumur í miðborgina Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir. 20.8.2005 00:01
Fólk noti strætisvagna meira Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti. 20.8.2005 00:01
Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. 20.8.2005 00:01
Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. 20.8.2005 00:01
Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. 20.8.2005 00:01
Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. 20.8.2005 00:01
Tugþúsundir í miðbænum í dag Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. 20.8.2005 00:01
Hlupu til styrktar sykursjúkum Yfir tvö hundruð Kanadamenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Fólkið var í líflegum búningum en hópurinn hleypur til styrktar rannsóknum á sykursýki í Kanada. 20.8.2005 00:01
Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. 20.8.2005 00:01
Skiptar skoðanir um Löngusker Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. 20.8.2005 00:01
Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> 20.8.2005 00:01
Hafa safnað 10 þús. undirskriftum Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum. 20.8.2005 00:01
Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. 20.8.2005 00:01
Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. 20.8.2005 00:01
Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. 20.8.2005 00:01
Systkin í sviðsljósinu Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla. 20.8.2005 00:01
Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. 20.8.2005 00:01
Frjálslyndir ætla ekki í samstarf Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans. 19.8.2005 00:01
Hans Markús fluttur til Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. 19.8.2005 00:01
Harður árekstur Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild. 19.8.2005 00:01
Iða oftast með lægsta verðið Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum. 19.8.2005 00:01