Fleiri fréttir

Ísland jafnhreint og S-Argentína

Ísland er jafnhreint og Suður-Argentína þegar kemur að gin- og klaufaveiki, segir dýralæknir í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Þrátt fyrir það telur landbúnaðarráðherra áhættuna of mikla við að flytja inn argentínskt nautakjöt til landsins.

Mun líklegri til sjálfsmorðs

Sam- og tvíkynhneigðir eru sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynheigðir. Aukin fræðsla og stuðningur gæti dregið úr þessu að mati sérfræðings á Akureyri sem flytur erindi á ráðstefnu í Færeyjum á morgun en ráðstefnan er undanfari fyrstu Gay Pride hátíðarinnar þar í landi.

Kynslóðaskipti í skipulagsmálum

Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum.

Tóku öflugan jarðbor í gagnið

Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu.

Fimmti sigurinn í röð

Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font />

Ástarvikan hafin í Bolungarvík

Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf.

Landhelgisgæslan skömmuð

"Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það.

Synti yfir þrjá firði

Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. </font />

Fjárhundarnir slógu í gegn

Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann.

Seljum landið ekki bröskurum

"Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar.

Fjórða manninum sleppt úr haldi

Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær.

Óvissa meðal foreldra í Landakoti

"Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú.

Vilja flugvöllinn burtu

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna málamiðlunartillögu um flugvöll á Lönguskerjum í ályktun sem þeir hafa samþykkt og ítreka fyrri afstöðu um að þeir vildu flugvöllinn burt sem fyrst. Skipulag Vatnsmýrarinnar er harðlega gagnrýnt í ályktuninni.

Spuni í kollinum á Degi

"Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna.

Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga

Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna."

40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla

Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum.

Stunginn í bakið á róstusamri nótt

Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt.

Strætisvagnabílstjóri á batavegi

Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar.

Menningarnótt að hefjast formlega

Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað.

Gripnir með marijúana

Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð.

Teknir í Kópavogslaug í nótt

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana.

Á þriðja hundrað viðburða

Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan.

Lést af völdum hnífsstungu

Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis.

Geta boðið ódýrari lán

Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent.

Stöðugur straumur í miðborgina

Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir.

Fólk noti strætisvagna meira

Mikill mannfjöldi er nú í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er haldin hátíðleg í blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu mikill straumur af gangandi fólki á leið niður í bæ og þá streyma bílar vestur eftir Sæbrautinni og er umferð allmikil. Vill lögregla benda fólki sem er á leið niður í bæ að nýta sér almenningssamgöngur, en strætisvagnar á leið í miðbæinn stoppa á móts við Hljómskálann en vagnar á leið út úr miðborginni fara frá biðstöðinni við Ráðhúsið í Vonarstræti.

Prestsmál rædd við biskup

Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær.

Tíu daga varðhald vegna morðs

Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald.

Vegagerð í friðland kærð

Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum.

Bætur fyrir Kópavogshöfn

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum.

Tugþúsundir í miðbænum í dag

Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld.

Hlupu til styrktar sykursjúkum

Yfir tvö hundruð Kanadamenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Fólkið var í líflegum búningum en hópurinn hleypur til styrktar rannsóknum á sykursýki í Kanada.

Hugsanleg bótamál vegna Vioxx

Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast.

Skiptar skoðanir um Löngusker

Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju.

Hélt upp á 108 ára afmælið

Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font />

Hafa safnað 10 þús. undirskriftum

Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Undirskriftirnar verða afhentar stjórnvöldum í næstu viku og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bjartsýnn á að stjórnvöld taki mark á bifreiðaeigendum.

Á flótta með fíkniefni

Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum.

Tvítugur maður stunginn til bana

Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt.

Grænmetissnakk á markað

Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum.

Systkin í sviðsljósinu

Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla.

Tugþúsundir í miðbænum

Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum.

Frjálslyndir ætla ekki í samstarf

Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans.

Hans Markús fluttur til

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra.

Harður árekstur

Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild.

Iða oftast með lægsta verðið

Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum.

Sjá næstu 50 fréttir