Tugþúsundir í miðbænum í dag 20. ágúst 2005 00:01 Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Dagskrá Menningarnætur hófst þegar Reykjavíkurmaraþonið var ræst í morgun. Menningin hefur bókstaflega blómstrað í allan dag á þessum stærsta menningarviðburði landsmanna. Í Ráðhúsinu var sérstök dönsk dagskrá þar sem aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar var í heimsókn. Sif Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur, var ánægð í upphafi dags. Sif sagði dagskrána mjög fjölbreytta og hún teldi að langflestir aldurshópar ættu að geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði aðspurð að sér liðið bara vel á Menningarnótt. Það væri gaman að sjá hversu mikið Menningarnóttin hefði sprungið út. Þegar byrjað hefði verið á henni hefði ekki verið á vísan að róa með það. Margir biðu spenntir eftir þjónahlaupinu þar sem þjónarnir hlupu með bakkana og full rauðvísglös. Joshua, einn þeirra sem tóku þátt í hlaupinu, sagði aðspurður að hlaupið hefði ekki verið svo erfitt. Það þyrfti bara að passa sig að hella mátulega í glösin. Spurður hvort þetta væri svona í vinnunni játti hann því og sagði það reyndar aðeins erfiðara því þar væri meira af fólki. Ungu kynslóðinni þótti spennandi að stíga á mótorhjól Félags Harley Davidson eigenda við Alþingishúsið og biðröðin var löng við draugahúsið í Tryggingamiðstöðinni. Gestir þar sögðu draugahúsið mjög skemmtilegt. Eins og síðari ár var boðið upp á heilgrillað naut frá Bautanum á Akureyri. Guðmundur Tryggvason á Bautanum sagði ef menn ætluðu að borða bolann með meðlæti mætti metta um 400 manns með honum en nú væri aðeins boðið upp á litla bita. Aðspurður hvenær hann hefði byrjað að grilla sagði Guðmundur að kveikt hefði verið undir nautinu klukkan sex í gærkvöldi. Dagskrán Menningarnætur lýkur svo með flugeldasýningu klukkan ellefu á hafnarbakkanum í Reykjavík og þá er búist við að eitt hundrað þúsund manns verði í miðbænum. Lögreglan mun rýma gatnamót til að hleypa umferðinni úr miðborginni, en það gekk mjög vel í fyrra. Lögreglan vill þó hvetja almenning til að nota strætó, þannig sé mun auðveldara að komast úr miðbænum. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Dagskrá Menningarnætur hófst þegar Reykjavíkurmaraþonið var ræst í morgun. Menningin hefur bókstaflega blómstrað í allan dag á þessum stærsta menningarviðburði landsmanna. Í Ráðhúsinu var sérstök dönsk dagskrá þar sem aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar var í heimsókn. Sif Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur, var ánægð í upphafi dags. Sif sagði dagskrána mjög fjölbreytta og hún teldi að langflestir aldurshópar ættu að geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði aðspurð að sér liðið bara vel á Menningarnótt. Það væri gaman að sjá hversu mikið Menningarnóttin hefði sprungið út. Þegar byrjað hefði verið á henni hefði ekki verið á vísan að róa með það. Margir biðu spenntir eftir þjónahlaupinu þar sem þjónarnir hlupu með bakkana og full rauðvísglös. Joshua, einn þeirra sem tóku þátt í hlaupinu, sagði aðspurður að hlaupið hefði ekki verið svo erfitt. Það þyrfti bara að passa sig að hella mátulega í glösin. Spurður hvort þetta væri svona í vinnunni játti hann því og sagði það reyndar aðeins erfiðara því þar væri meira af fólki. Ungu kynslóðinni þótti spennandi að stíga á mótorhjól Félags Harley Davidson eigenda við Alþingishúsið og biðröðin var löng við draugahúsið í Tryggingamiðstöðinni. Gestir þar sögðu draugahúsið mjög skemmtilegt. Eins og síðari ár var boðið upp á heilgrillað naut frá Bautanum á Akureyri. Guðmundur Tryggvason á Bautanum sagði ef menn ætluðu að borða bolann með meðlæti mætti metta um 400 manns með honum en nú væri aðeins boðið upp á litla bita. Aðspurður hvenær hann hefði byrjað að grilla sagði Guðmundur að kveikt hefði verið undir nautinu klukkan sex í gærkvöldi. Dagskrán Menningarnætur lýkur svo með flugeldasýningu klukkan ellefu á hafnarbakkanum í Reykjavík og þá er búist við að eitt hundrað þúsund manns verði í miðbænum. Lögreglan mun rýma gatnamót til að hleypa umferðinni úr miðborginni, en það gekk mjög vel í fyrra. Lögreglan vill þó hvetja almenning til að nota strætó, þannig sé mun auðveldara að komast úr miðbænum.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira