Innlent

Tóku öflugan jarðbor í gagnið

Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. Línuborun hefur fjárfest í stýranlegum jarðbor fyrir á annað hundrað milljónir og eru fjórir menn nú staddir hér á landi til að aðstoða við að koma batteríinu af stað. Jóhann Christiansen, verkefnisstjóri há Línuborun, segir kostinn við borinn að hann fari niður í jörðina og raski ekki yfirborðinu. Borinn sé öflugur og geti borað 150 metra á klukkustund. Aðspurður hvort þessi tækni hafi verið nýtt áður segir Jóhann að minni bor hafi verið notaður áður til að bora minni vegalengdir en nýi borinn sé með tvöfaldri stöng og geti vaðið í gegnum berg og klappi. Ýmsir mættu úr nærliggjandi sveitum og sumarbústöðum og var Oddur Jónsson, sem þekkt hefur svæðið í fjöldamörg ár, orðinn spenntur yfir græjunni, enda nýjasta tækni þar á ferð. Oddur sagði framkvæmdirnar glæsilegar og spennandi. Verkefnið í dag var að bora vatnslögn fyrir hverfið við Miðfellsvatn en næsta verkefni sem haldið verður í er við Þórisvatn á morgun þar sem borað verður undir vatnið. Kosturinn við jarðborinn er sá að borða er niður í jörðina og þar í gegn svo að óþarfi er að krafa skurði til að leggja rör, lagnir og annað slíkt ofan í. Með þessu geta garðeigendur til dæmis fengið ljósleiðara inn í húsið sitt án þess að rífa þurfi upp garðinn í heilu lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×