Skiptar skoðanir um Löngusker 20. ágúst 2005 00:01 Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira