Innlent

Hélt upp á 108 ára afmælið

Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. Hún tók á móti ættingjum og vinum í gær og var hrókur alls fagnaðar en oft er kátt í kringum hana að sögn starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×