Innlent

Landhelgisgæslan skömmuð

"Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. "Jú, þeir voru mjög ósáttir við þetta en við báðumst bara afsökunar á þessu og sögðumst láta þetta ógert í framtíðinni og þar með var málið útkljáð," segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×