Innlent

Fjórða manninum sleppt úr haldi

Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. Húsráðendum, karli og konu um fimmtugt, ásamt tvítugum pilti sem var gestkomandi, var sleppt úr haldi lögreglu um klukkan níu á laugardagskvöld. Yfirheyrslur standa enn yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið hinn látna. Hann var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald í fyrradag en lögreglan lætur ekkert uppi sem varpað gæti ljósi á tildrög ódæðisins eða hvort játning liggi fyrir. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna enn sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×