Innlent

Seljum landið ekki bröskurum

"Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. Félagið heldur félagsfund í kvöld þar sem fjallað verður um tilboð sem nokkrum félagsmönnum hefur borist í hesthús sín í Kópavogi. Kanna á hug félagsmanna gagnvart þeim tilboðunum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi situr fundinn og vonast Bjarnleifur til að hann skýri afstöðu Kópavogsbæjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×