Óvissa meðal foreldra í Landakoti 21. ágúst 2005 00:01 "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. "Ég giska á að 30 nemendur frá síðasta ári séu þegar farnir og veit að margir foreldrar eru að íhuga málin." Foreldrafundur var haldinn á miðvikudagskvöld og að sögn Sigurðar fréttu foreldrar fyrst þá að samkenna ætti 8. og 9. bekk. Hann segir stjórnendur skólans hafa beitt blekkingum af ótta við að flótti brysti á í skólanum. "Það er til dæmis ekki rétt sem haft var eftir skólastjóranum í Blaðinu að allir kennarar væru réttindakennarar. Það eru enn tveir leiðbeinendur við skólann án þess að störf þeirra hafi verið auglýst." "Það hafa aðeins tveir kennarar sagt upp síðan ég tók við," segir Regína Höskuldsdóttir skólastjóri um ummæli Sigurðar. Einhverjir hafi þó verið hættir áður en hún tók við. Að sögn hennar hafði forveri hennar í skólastjórastarfinu þegar auglýst stöður leiðbeinenda lögum samkvæmt en ráðningar þeirra voru runnar út. Leiðbeinendurnir tveir sem enn eru í starfi séu á hinn bóginn stundakennarar og um þá gildi aðrar reglur. Hún spyr hvenær foreldrar hefðu átt að frétta af skipulagi vetrarins nema þegar þau hitta skólastjórann í fyrsta skipti. Foreldrar hafi ennfremur haft fullan aðgang að henni eftir að hún tók við, bæði gegnum farsíma og tölvupóst. "Fjölmargir höfðu samband við mig." Regína segir ekkert athugavert við samkennsluna þar sem bekkirnir séu báðir litlir. "En samkennslan kemur líka til þar sem ég vil þróa hér einstaklingsmiðað nám þar sem ekki er einblínt á almanaksárið, heldur búnir til heppilegir námshópar." Þá vill Regína koma því á framfæri að fimm nýir kennarar við skólann hafi lokið eða séu að ljúka meistaranámi. Regína treystir sér ekki til að fullyrða neitt um hve margir nemendur verði í vetur fyrr en skóli hefst á mánudaginn en segir að andinn á foreldrafundinum hafi verið góður og að 180 nemendur séu innritaðir til náms. Um 150 nemendur voru í Landakotsskóla á síðasta ári. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur prófessor í Háskóla Íslands líst vel á veturinn sem framundan er í Landakotsskóla. Henni fannst andinn á foreldrafundi á miðvikudagskvöld hafa verið góður. "Ég hlakka til að vinna með því starfsliði sem þarna er og dóttir mína hlakkar til að byrja í skólanum á mánudaginn." Hún vildi líka koma því á framfæri að hún teldi fjölmiðlaumfjöllun um deilurnar undanfarið ekki gefa rétta mynd af því sem þar væri að gerast og nauðsynlegt væri að gefa starfsliði skólans og börnunum vinnufrið. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
"Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. "Ég giska á að 30 nemendur frá síðasta ári séu þegar farnir og veit að margir foreldrar eru að íhuga málin." Foreldrafundur var haldinn á miðvikudagskvöld og að sögn Sigurðar fréttu foreldrar fyrst þá að samkenna ætti 8. og 9. bekk. Hann segir stjórnendur skólans hafa beitt blekkingum af ótta við að flótti brysti á í skólanum. "Það er til dæmis ekki rétt sem haft var eftir skólastjóranum í Blaðinu að allir kennarar væru réttindakennarar. Það eru enn tveir leiðbeinendur við skólann án þess að störf þeirra hafi verið auglýst." "Það hafa aðeins tveir kennarar sagt upp síðan ég tók við," segir Regína Höskuldsdóttir skólastjóri um ummæli Sigurðar. Einhverjir hafi þó verið hættir áður en hún tók við. Að sögn hennar hafði forveri hennar í skólastjórastarfinu þegar auglýst stöður leiðbeinenda lögum samkvæmt en ráðningar þeirra voru runnar út. Leiðbeinendurnir tveir sem enn eru í starfi séu á hinn bóginn stundakennarar og um þá gildi aðrar reglur. Hún spyr hvenær foreldrar hefðu átt að frétta af skipulagi vetrarins nema þegar þau hitta skólastjórann í fyrsta skipti. Foreldrar hafi ennfremur haft fullan aðgang að henni eftir að hún tók við, bæði gegnum farsíma og tölvupóst. "Fjölmargir höfðu samband við mig." Regína segir ekkert athugavert við samkennsluna þar sem bekkirnir séu báðir litlir. "En samkennslan kemur líka til þar sem ég vil þróa hér einstaklingsmiðað nám þar sem ekki er einblínt á almanaksárið, heldur búnir til heppilegir námshópar." Þá vill Regína koma því á framfæri að fimm nýir kennarar við skólann hafi lokið eða séu að ljúka meistaranámi. Regína treystir sér ekki til að fullyrða neitt um hve margir nemendur verði í vetur fyrr en skóli hefst á mánudaginn en segir að andinn á foreldrafundinum hafi verið góður og að 180 nemendur séu innritaðir til náms. Um 150 nemendur voru í Landakotsskóla á síðasta ári. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur prófessor í Háskóla Íslands líst vel á veturinn sem framundan er í Landakotsskóla. Henni fannst andinn á foreldrafundi á miðvikudagskvöld hafa verið góður. "Ég hlakka til að vinna með því starfsliði sem þarna er og dóttir mína hlakkar til að byrja í skólanum á mánudaginn." Hún vildi líka koma því á framfæri að hún teldi fjölmiðlaumfjöllun um deilurnar undanfarið ekki gefa rétta mynd af því sem þar væri að gerast og nauðsynlegt væri að gefa starfsliði skólans og börnunum vinnufrið.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira